Vantar þá stæði?

SnowBeech  Ef allt fer í tjón og tjöru, og öll þeirra geymslupláss fyllast af nýjum bílum, þá getur húsfreyja alltaf hlaupið undir með þeim, og lánað þeim allavega "eitt bílastæði", hér á besta stað fyrir framan blokkina hennarDevil.  Tekur sáralitla leigu fyrir.  Fer einna helst fram á það, að mega nota bifreiðina, endrum og eins, þá hún bregður sér af bæCool.  Er alveg sátt við að hafa "auglýsingu" frá bílaumboðinu í afturrúðunni, ef bíllinn er annað hvort glænýr Honda Accord eða sá allra nýjasti frá BMWLoL.

  En húsfreyja brá sér einmitt af bæ, nú um Hvítasunnuna.  Lagði af stað norður yfir Holtavörðuheiði, með sína litlu fjölskyldu síðasliðinn föstudag.  Í kortunum að vísitera tengdó.  Tengdó voru að fara á límingunum af stressi, því við vorum komin á sumardekk, og hringdu reglulega til að athuga með gang ferðar.  Á heiðinni var slydda, vegurinn "hvítur og háll", og í Hrútafirðinum tók "snjóruðningstæki" á móti húsfreyjuW00t.

  "Jaso, varð húsfreyju að orði við bónda sinn er sat undir stýri, "það er ekki eins og að við eigum heima á sama eyjarkrílinu, við og tengdó".  Bóndinn muldraði eitthvað sem hljómaði eins og..."helv....,djö....ekkisens....veðravíti alltaf hreint.  Húsfreyja ekki örugg að hún hafi náð öllum blótsyrðunum kórrétt.

  En á áfangastað komumst við heil á húfi.  Að vísu rigningarfjandi á Hvammstanga, og eyrun nærri dottin af húsfreyju í brunakuldagjósti, er hún fór með sína yndislegu prinsessu í göngutúr niður í fjöruShocking.  En þá var bara að versla eyrnaband, sem "Kúafélagið", verslun þeirra Hvammstangabúa selur grimmt um þessar mundir.  Húsfreyja náði sér í eitt, úr eðal íslenskri ull, og fékk borgið heyrn sinni og eyrumGrin.  Fóstursonur bónda mætti svo með sína ektaspúsu og tvö ung börn í kaffi og vöfflur.  Og í dag brá húsfreyja sér í sund með prinsessunni og tengdamúttu.  Prinsessan reynir ítrekað að breyta okkur eldri konunum í "sveskjur", og tókst það næstum því í þetta sinnLoL.

  Kötturinn var að venju allur í tjóni, á ferðalagi þessu.  Hatar ferðalög, og HATAR það eins og pestina, að ferðast í bílAngry.  Lá lengst undir sófa og faldi sig, þá við tygjuðum okkur af stað norður.  Var dregin með hörku undan sófanum, og skellt út í bíl.  Hún æddi svo um í gær og mjálmaði "HEIM".  Reyndi í tvígang að stinga af ALEIN heim á leið, en varð að hætta við í bæði skiptin, því allt leit furðulega út og ekkert líkt hennar heimaslóðum.  Týndi svo beislinu sínu, svo hún komst ekki út að brýna klærnar í dag.  Aftur borin nauðug út í bíl í dag, með alla fætur beina út í loftið og klærnar úti.  Liggur nú "alsæl" á stofugólfinu, þvær af sér ferðaskítinn í gríð og erg.  Röltir svo rólega inn í barnaherbergi, þar sem hún er búin að hertaka koju þeirrar stuttu, geispar, fram aftur, lítur ásökunaraugum á bóndann..."bévítans bílabófinn, sem aldrei getur haldið sig heima hjá sér"Bandit.  Röltir til húsfreyju, sem situr fyrir framan skrítna "tikk-takk-hlutinn" og tikk-takkar stöðugt.  Skellir sér upp á borðið til hennar, og valsar fram og til baka yfir lyklaborðið...fram og til baka!


mbl.is Óseldir bílar hrannast upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Það eru fáir kettir sem þola bíltúra - kalla þig góða að taka köttinn með.

Á Hvammstanga er svo flott "gallerí" man ekki hvað það heitir - rata bara þangað, kem alltaf við þar ef ég á leið um. Þar hefðir þú fengið eitthvað flott á höfuðið.

Sigrún Óskars, 12.5.2008 kl. 12:14

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Bardúsa heitir galleríið Sigrún og er laaaangflottast

Já það getur verið kalt á tanganum þegar blæs á norðan. Gott að þið áttuð góða helgi þarna í kulinu

Guðrún Jóhannesdóttir, 12.5.2008 kl. 12:54

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Já ætli ég geti ekki líka séð af smá plássi

Solla Guðjóns, 12.5.2008 kl. 16:31

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Verð að koma við í Bardúsu, þá næst ég vísitera Hvammstanga, mínar elskulegu.  Vona samt að þá þurfi ég ekki að versla mér eyrnaband.  Hmmmmm... ætli tengdó viti ekki hvar Bardúsa er??

  Sollan mín, við verðum báðar komnar á flunkunýja bíla áður en við vitum af.

Sigríður Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband