Gleði gyðinga.

passover  Held að systir í Eyjum geti verið nokkuð sammála staðhæfingu

  Simons Peres, að það sé "ekki háttur gyðinga að fagna".

  Þá systir í Eyjum var á unglingsaldri, skrapp hún eina herlega

  "au pair" ferð til hennar Ameríku.

  Þar lenti hún hjá ágætu fólki, gyðingum, og gætti tveggja ungra barna þeirra.

  Þar var einnig ætlast til þess að systir "þrifi" húsið, sem var í Scarsdale, og þvæði

  þvotta, og vaskaði upp.

  Var svona "au pair, slash maid".  Gekk þetta með ágætum hjá systur lengi vel.

  Voru að vísu fremur alvörugefnir, karlmennirnir í fjölskyldunni, en frúin var hress,

  en nokkuð stressuð. 

  En þá kom að "Jom kippur" eða var það "hannukah" eða "passover"...systir hafði

  það aldrei alveg á hreinu hvaða hátíð var í gangi.  Var allt of upptekinn af því að

  "sortera" mat í rétta ísskápa, síðan sortera matinn ofan í rétta potta þá átti

  að elda hann, og síðan það langmikilvægasta af öllu, "sortera eldaðan matinn á

  RÉTTA diska og skálar".

  Og þar sem hátíð þessi stóð yfir í nokkra daga, voru svo "hrein" matarílát vöskuð

  upp sér, og "óhrein" ílát sér.  Og öllu raðað í sérstaka skápa, "óhrein ílát máttu

  ekki komast í snertingu við hrein".

  Nokkru áður en hátíð þessi hófst, hafði húsfreyja skóflað öllu sínu fínasta leirtaui

  í skottið á skutbíl sínum, og skellt sér til rabbía, og látið "blessa" allt dótaríið

  eins og lagði sigHalo.

  Tók svo systur í hraðsoðna kennslu á eftir, hvers konar mat hún mætti setja í hvaða

  ílát.  Brauðmatur í þessar skálar, mjólkurmatur í þessar, grænmetið fer á þessa diska,

  kjötið eingöngu á þessa osfr.  Systir reyndi að vanda sig ógurlega.

  En einn morgunin, þá hún kom grútsyfjuð upp í eldhús að finna sér morgunmat,

  klikkaði hún rosalegaW00t.  Skellti Cocoapuffs í "brauðskál", mjólk yfir og snöflaði í sig.

  Náði sér í brauðsneið og ristaði og skellti á disk fyrir "kjötmeti".  Frúin á heimilinu fékk

  SLAG, er hún gekk inn í eldhúsið þann morguninnPinch.  Tapaði sér gjörsamlegaErrm.

  HRIKALEGA SÚR!  Systir hélt að nóg væri að vaska upp leirtauið með hraði,

  en SEI,SEI, NEIAngry.

  Ekki aldeilis!

  Systir búin að "eyðileggja" fína flotta stellið sem "3 kynslóðir kvenna", af ætt frúarinnar,

  höfðu safnaðAngry.  Nú yrði systir að gjöra svo vel og fara í hanska, taka "skemmda"

  leirtauið af borðinu, vefja það inn í hvítan damaskdúk, síðan ofan í plastpoka og

  fara með út í garð.

  Systir hlýddi fyrirmælunum, og fór með hvítvafið leirtauið út í garð, og í plastpoka. 

  Frúin á innsoginu, kom á eftir henni með veglega skóflu. 

  Systir hélt fyrst að dagar sínir væru taldir, eða að  hún ætti að "mölva" leirtauið

  með skóflunni, en NEI!  "Grafðu djúpa holu" hvæsti frúin. 

  Systir gróf ríflega meters djúpa holu.  "Þetta er nóg" urgaði í frúnni.  Systur létti.

  Holan of lítil til að geta verið "mannagröf"Whistling.  "Leirtauið ofan í" þrumaði frúin.

  Og ofan í holuna fóru tveir hlutir af fínasta leirtaui frúarinnar, dúkurinn fíni með

  og systir mokaði  yfir.

  Frúin stráði svo salti yfir og þuldi eitthvað fyrir munni sér, eins og særingarprestur í

  ham.  "Þetta leirtau þorir aldrei upp á yfirborðið aftur" hugsaði systirShocking.

  Frúin hvessti augum á systur,.. "SVONA kemur aldrei fyrir aftur".  Systir lofaði öllu

  fögru.  Og sem betur fer, þegar hún klikkaði á skál daginn eftir og skellti mjólk í

  brauðdall, var frúin hvergi til staðar.  Svo systir vaskaði skálina upp í einum helv.....

  hvínandi hvelli, og hún var svo brúkuð undir brauðmeti um kvöldiðWink.

  Enginn datt niður steindauður, þó hann snæddi brauð úr "mjólkurmenguðu" skálinni.

  Stóð ekki einu sinni í fólkiDevil.

  Nú getur þetta varla verið í fyrsta sinn sem, eitthvað klikkar með blessaða "hreina" leirtauið hjá gyðingum úti í henni Ameríku.  Sér húsfreyja fyrir sér að eftir ein 1000 ár, þá fornleifafræðingar framtíðarinnar fara að róta í húsarústum og görðum gyðynga í Scarsdale og víðar, verði þeir alveg rasandi á að finna "heilu haugana" af fínasta postulínsleirtaui, grafna hist og her um bakgarðaWhistling.  Munu þeir undrast "leirtausdýrkun" þessa, og það með hvílíkri viðhöfn postulínið var "jarðað"!Tounge

  Verða ritaðir þykkir doðrantar um fornleifafundi þessa, og við sem lifðum seinni hluta 20. aldarinnar skírð "leirtausfólkið"Cool.  Jamm, margt skrítið í kýrhausnum, eins og þar stendur.

 

Hannukah%2Btable%2B2


mbl.is Ekki háttur gyðinga að fagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Skemmtileg saga! Undarlegur háttur með leirtauið - aumingja systir að lenda í þessu.

Sigrún Óskars, 8.5.2008 kl. 16:58

2 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

Kristín Magnúsdóttir, 8.5.2008 kl. 17:07

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Já, það er ekkert grín, Sigrún að lenda í svona hremmingum.  En ég hefði samt viljað sjá svipinn á systur þá hún "jarðaði" leirtauið.

  Þakka ykkur innlitið ljúfastar.

Sigríður Sigurðardóttir, 8.5.2008 kl. 17:30

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Sagan er skemmtileg og frábærlega vel sett fram eins og þér einni er lagið.

En Anna geyið að lenda í þessu.

Ég hef alltaf heyrt að Gyðingar séu nískastir allra.Þannig að það er dáldið skondið að þeir  grafi leirtauið,þetta líka djásn útaf svona.........vantar orð yfir þetta

Solla Guðjóns, 9.5.2008 kl. 09:42

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Já, Solla, stúlkan hringdi í öngum sínum heim, og hélt að hún yrði rekin með skít og skömm, og með "massívan leirtausreikning" í farteskinu.  En svo fór samt ekki, enda tel ég að frúin hafi lumað á "aukasetti" af fínasta leirtauinu einhvers staðar.

Sigríður Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband