Dabbavandræðagangurinn...og Snæfinnur.

snowmen  Sögukorn úr vinnu húsfreyju.

  Sú gamla er 95 ára, ern í hugsun

  fylgist vel með málum líðandi stundar

  og reynir iðulega að spjalla við

  borðfélaga sína í matsalnum þrátt fyrir

  versnandi heyrn.

  Sú gamla:  "Já, hér er ég búin að sitja ein

  tvö til þrjú ár, á móti manni í borðsalnum,

  sem veit ekki hvort hann er "að bíða" eftir matnum,

  "að borða" hann, eða "búinn að snæða" hann"Whistling!

  "Spyr í þaula HVAR hann sé staddur í máltíðinni,

  en þegar þjóðmálin ber á góma, veit hann sjaldan

  hvað verið er að ræða um, nema ÞETTA EITT", segir

  sú gamla og hlær við.

  "Og hvað er það" spyr húsfreyja forvitin.

  "Jú, hann spyr, "hvað í ósköpunum eigum við að

  gera við hann Davíð"???, hér hlær gamla dátt og

  segir svo, "og þá hlæ ég"LoL!

  Þegar öldungar óklárir á nóttu og degi, hvort

  matur hafi verið snæddur eður ei, þekkja til

  Dabbavandræðagangsins í Seðlabankanum,

  má gera ráð fyrir að málið liggi nokkuð ÞUNGT

  á þjóðinni, telur húsfreyja!

  HVAÐ Í ÓSKÖPUNUM EIGUM VIÐ AÐ GERA VIÐ

  HANN DAVÍÐ??

  EINHVER?

  Var í nógu að snúast í vinnu húsfreyju í dag.

  En hafði deildarstjóra með sér, svo vel vannst.

  Náði svo í átta ára djásnið í skólann.

  Snæfinnur "Hall" hinn hallandi snjókarl var

  alveg lagstur á hliðina á sólpallinn er heim komErrm.

  Sú átta ára pældi í því hvort að það væri af því,

  að Snæfinnur væri svona DAPUR, og lægi þarna grátandi!

  Er viðkvæm sál, átta ára djásnið og má ekkert aumt sjá!Halo

  En eftir að hafa gert snögga athugun á málinu,

  komst hún að þeirri niðurstöðu, að ekki væri karl

  lagstur í tár af depurð, heldur væri hann nýbúinn

  að "skera niður lauk"Devil!

  Snaraði sér þá í að gefa kettinum harðfisk, og

  Snæfinnur "Hall" hinn laukskerandi snjókarl gleymdistWink.

  Komin í leik við vinkonu.

  Húsfreyja ætlar að skella sér í olíubað og

  skola af sér vinnulúann.

  Góðar stundir.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

skemmtilegt þetta gamla fólk  

Sigrún Óskars, 12.2.2009 kl. 20:43

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Yndislegasta fólk í heimi....á eftir börnunum er gamla fólkið mínir uppáhaldseinstaklingar.

Sigríður Sigurðardóttir, 15.2.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband