Góðir draumar.

401757200_d3f055e4f5  Húsfreyja var í góðum gír í

  Draumalandinu í nóttCool.

  Var stödd í verslunarkjarna

  sem var að hluta til út undir beru

  lofti, en að hluta til innandyra.

  Með henni "draumkona" hennar.

  Þær ganga inn í fína verslun, þar

  sem margar fallegar peysur eru

  í glugga.

  Húsfreyja telur fatnaðinn heldur

  dýran fyrir sig, en draumkona

  grípur buxnadragt af slá, gulbrúna

  að lit og segir:  "Hér hef ég eitthvað

  alveg sniðið á þig".

  Og merkilegt nokk, hárrétt hjá

  henni, dragtin smellpassaði á

  húsfreyju og fór vel.

  Húsfreyja keypti dragtina og

  grænbláan  bol með gylltum og fjólubláum

  blómum á 32.333 krónur....og fékk

  að ganga út í nýju fötunum.

  Úti við voru sölubásar, draumkona

  fór með húsfreyju að bás þar

  sem kona var að selja ýmislegt

  smálegt, en var einnig búin að

  leggja stór mjó spil í stjörnu á

  borð.  Draumkona sagði mér að

  velja eitt af spilunum í stjörnunni,

  og snúa upp.  Húsfreyja valdi

  spil efst til hægri af 3 spilum í

  miðju stjörnunnar, og fékk tígulásinn.

  Vaknaði svo húsfreyja.

  Tígulás táknar velgengni í viðskiptum,

  brún föt metorð eða ferðalög og blá

  lánsemiWink.

  Ekki slæmt það.

  Langt síðan að húsfreyja fór að taka mark

  á sínum draumum, enda hafa þeir nánast

  allir ræst, þó ekki hafi húsfreyja alltaf vit til

  að ráða "rétt"Halo.

  Og stundum þykir henni erfitt að fá "aðvaranir"

  um veikindi eða jafnvel andlát í draumi, en er

  samt alltaf þakklát.   Því að vera búin undir

  slíkt fyrirfram, hjálpar alltaf húsfreyju að

  halda ró sinni og andlegu jafnvægi.

  En sviðakaup næst, mútta er á leið í mat

  og gistingu.

   Góðar stundir.

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband