Fávitar og dusilmenni!

  "Sjönnar du inte det"?  Sænski "besservisserinn" hvessti á mig augum.  Ég horfði rasandi á sænsku stúlkuna yfir ormétinn þorskinn!  Vorum í Meitlinum í Þorlákshöfn að hreinsa fisk og skera niður í 5 pund og blokk.  Báðar í sumarafleysingum, ég tvítug nýútskrifuð úr M.R. og hún 24 ára að stúdera í "hrikalega góðum" sænskum háskóla. 

  "Nei", svaraði ég snöggt á dönskuskotinni norsku.  "Hvaðan í ósköpunum hefurðu það, að hér á Íslandi hafi fæðst mun fleiri börn með Down´s Syndrome og aðra fæðingargalla, en á öðrum norðurlöndum, svo öldum skipti"?  "Eru til einhverjar stúdiur um þetta"?  Sú sænska varð logarauð í andliti, og hvæsti "þú ert nú meira fíflið, að halda að það þurfi að rannsaka allt"!  "Það segir sér sjálft, að hér á Íslandi er tóm "innræktun" í gangi, og búin að vera í gangi öldum saman.  Þið hafið bara ekkert pælt í þessu, því flest börnin með erfðagallana "dóu" áður en þau komust á legg!  Og þetta með frjósemina sýnir bara að "móðir náttúra" var að reyna að tryggja, að 2-4 af 10 krökkum væru ekki algerir idíótar, fávitar og dusilmenni"!  "Sjönnar du"?  

  Ég var orðin rasandi bálill út í þá sænsku.  "Jæja, það væri þá skrifað á blöð sögunnar, að hér á landi hefði barnadauði verið allt að þrefalt meiri, en í Skandinavíu og Evrópu á sama tíma.  Man ekki að hafa lesið það í minni mannkynssögu.  Og hér væri þá lika fátt um manninn af íslendingum, ef aðeins 2-4 börn af hverjum 10, hefðu komist á legg.  Hefðum þá dáið út í Móðurharðindunum, Svarta Dauða eða Spönsku veikinni.  Hefðum aldrei þolað slíkt mannfall, sem slíkir sjúkdómar kröfðust.  Værum líklega bara norsk verstöð eins og Svalbarði, ha!  Sú sænska fussaði, og sagði: jeg sjönnar inte hvad du siger".  Hafði ég reyndar orðið vör við að sú sænska skildi aðeins tvö tungumál:  Sænsku og töluvert í ensku.  Ég var orðin sótill!  Skellti mér yfir í ensku (hafði jú stúdentspróf upp á 8,5 í ensku, en aðeins 8,0 í dönsku, gæti skipt máli).  Endurtók fyrri orð og svo:  "Og hvernig útskýrir þú það, að mýmörgum foreldrum tókst að koma öllum sínum "10" börnum á legg, hér á landi, þó landlæg fátækt og vesöld geysaði undir stjórn danska konungsins?  Og afhverju erum við ekki með allar heilbrigðisstofnanir fullar af börnum og unglingum með erfðagalla í dag?  Þeirri sænsku varð fátt um svör.  En sagði að lokum:  "Mér finnst að fólk frá norrænum löndum, eigi að tala saman á norðurlandamálunum"!

  "Fínt", sagði ég, og hóf alla tölu mína upp á nýtt á "mínu gamla góða ylhýra móðurmáli".  Sú sænska tók sér "reykingarpásu" með hraði, og rétt að koma hádegismatur, og var svo eitthvað lasin eftir hádegið, og mætti ekki til starfa aftur þann daginnDevil.


mbl.is ÍE: Fjöldi barna tengist skyldleika para
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég hefði sennilega flakað hana á staðnum

skemmtilegur pistill hjá þér.

Jóna Á. Gísladóttir, 8.2.2008 kl. 18:31

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Já, Jóna, ég var heppin að stálarinn var veikur þennan dag, og hnífurinn vitabitlaus......  Takk fyrir innlitið.

Sigríður Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 18:49

3 Smámynd: Íslands-Bersi

þú ert góð ,og hefðir átt að benda henni á að konungsætinn Sænska er stórgöluð og það vita allir að hún er vel úr kynjuð sem dæmin sanna

Íslands-Bersi, 8.2.2008 kl. 21:05

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Þekki lítið til sænsku konugsættarinnar, Bersi, nema að það virðist ósköp venjulegt fólk.  Og hef engan Svía hitt svo forhertan sem þessa stúlku, hvorki fyrr né síðar.  En hún fann okkur allt til foráttu hér uppi á litla Fróni.  Lélegt stjórnarfar, ömurleg menning, hrikaleg ríkisstjórn og afspyrnu lélegt erfðaefni í okkur.  Af öðrum svíum er ég hef hitt á lífsleiðinni, hef ég bara gott eitt að segja!

Sigríður Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 21:14

5 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Jamm, það er á almanna orði að kóngurinn stígi ekki beint í vitið, og er ástæðan talin vera sú að þetta var náskilt, þetta fólk sem að var að eignast börn saman, svo náði hann í Sylviu, sem að var ekkert í ætt við neinn.

Heiður Helgadóttir, 9.2.2008 kl. 00:39

6 identicon

systir góð.við þurfum ekki að fara mjög langt til að finna náskilt par í okkar ætt.þau eiga sömu lang og langlang ömmu.þeim kemur vel saman og þekkjast sem sagt mjög vel.og ég veit að þegar það kemur að því að fjölga mannkyninu þá verður þetta með einbæmum vel gert barn.barna barnið mitt.

arný (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 10:13

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Játs margt skeði í Meitlinum Okkar íslenska þjóð er öll meira og minna skyld og snilld okkar sýnir að það er bara vel.

Er að reyna rifja þá sænsku upp.......gæti verið sú sama og spurði mig afhverju við innum engan lax?????????...Vó hvað ég hló og fannst hún vitlaus

Solla Guðjóns, 9.2.2008 kl. 14:31

8 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Jamm, víðar verið "innræktun" en uppi á litla Fróni, Heidi.  Kongen heppinn að ná í Sylvíu!

  Ó, já systir góð.  Sællar minningar.  Brúðkauðið þar sem "2 ættir" áttu að hittast í fyrsta sinn..... en svo mætti bara "ein" STÓR ætt!  OKKAR!

  Held Sollan mín, að sú sænska hafi verið ljóshærð með millisítt hár, alltaf í tagli eða fléttu og gleraugu á nefi!  Kveikir það á minnisperunni þinni?  Gæti vel trúað, að hún hefði haldið að hún væri að koma í "laxeldisstöð" fyrst er hún leit Meitilinn augum.  Váv, hvað ormétni þorskurinn hefur þá verið mikil vonbrigði fyrir hana.

Sigríður Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 16:38

9 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

þetta hefur verið dágóð senna hjá ykkur hehehehehe

Guðrún Jóhannesdóttir, 9.2.2008 kl. 20:27

10 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Já, og kannski ekki besti staðurinn í þras, með "hnífa á lofti" inni sal í frystihúsi

Sigríður Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 20:40

11 Smámynd: halkatla

afbrýðissemin í þessum vesalingum alltaf hreint - sumir norðmenn eru enn verri. Svíar  læra alltaf heim, rífa sig úr fötunum til að synda naktir í hvert sinn sem þeir sjá tjörn og væla einsog hippar þess á milli, þeir myndu ekki þekkja kúlheit þótt þeir færu á djammið á Íslandi

Ísland og Færeyjar forever!!!! 

halkatla, 10.2.2008 kl. 11:56

12 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Sei sei, jú, þeir verða sumir grænir af öfund út í okkur frónbúana, blessaðir svíarnir, og tala nú ekki um norsarana, sem eru búnir að eigna sér allar okkar fornbókmenntir, fornu dáðir og Leif Heppna!  Og orðið "kúl" kannski bara ekki komið inn í orðaforðann þeirra!  En er svo bara "bra" fólk innan um og imellem, bæði svíar og norsarar!  En við eyjaskeggarnir, íslendingar og færeyingar erum auðvitað yndislega skemmtilegt fólk upp til hópa.....annnars væri ég fyrir löngu flutt af landi brott!

Sigríður Sigurðardóttir, 10.2.2008 kl. 13:09

13 Smámynd: Kristín Henný Moritz

Vorum einmitt að tala um einræktun í vinnunni um daginn, þar sem allir Stokkseyringar virðast skildir. Allir þar virðast eiga sömu ömmuna og ef þeir eiga hana ekki sem ömmu kalla þeir hana samt ömmu!

Kristín Henný Moritz, 12.2.2008 kl. 14:33

14 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Ekki slæmt að eiga eina "súperömmu", sem passar upp á alla grísina!

Sigríður Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband