Ógnin mikla....eða óværan mikla?

 stock-vector-funny-volcano-51116704 Fer nú kaldur hrollur um nágranna okkar,

  á eyju einni er kennd er við breska.W00t

  Breska þjóðin hímir nú hrædd og hnuggin,

  grá og guggin, og nötra henni tennur í munni

  af ótta við ógnina miklu:  Eldfjallaeyjuna litla FrónW00t.

  Þjóðaröryggi breskra er í uppnámi, enda eyríki þetta

  í vestri til tómra vandræða með sín eldspúandi jökla og fjöllAngry.

  Og svo skítlegt er eðli þessara frónversku eldfjalla,

  að þau spúa næstum aldrei eldi, eimyrju og ösku nema

  í myljandi vestanátt, þá nokkrar milljónir breta ætla að

  skreppa með næsta flugi til Parísar ( "gay Paris"- lesist "gei pari)

  í eðal ostrudinner með frönskum fljóðum og sjarmatröllum,

  eða að vísitera íðilfagrar breskar lendur á FalklandseyjumDevil.

  Og þá...einmitt þá brjálast allt uppi á litla Fróni.

  Fer allt til helvítisErrm!

  Gýs í Vatnajökli....eða á Fimmvörðuhálsi....eða Heklu...

  eða djö.... ósegjanlegum EyjafjallajökliPinch.

  EYJAFJALLAJÖKULLW00t!

  Hvaða hálfvitum datt þetta í hug, að setja "fjögur ell" í

  sama orðið?GetLost

  Hvernig er hægt að ætla eðal-enskumælandi Bretum að

  bera fram svona óhroðaCrying?

  ÆDJAFJALDAJOKUL!Tounge

  "Sounds like somebody throwing up in HELL", las húsfreyja

  hjá einum þegna Betu bjútí á fésinu.LoL

  Já, litla Frón er fjandi töff og ógnandi við granna sína, Breta.

  Og til að bæta gráu ofan á svart, er djö...óværan

  sem kallar sig Frónverska þjóð, aldeilis búin að

  velgja Bretum undir uggumAngry.

  Fyrst vorum við ekkert nema frekjan og leiðindin

  á miðunum, þegar breskir reyndu að veiða sér nokkra þorska í soðið.

  Æddum um á litlum varðskipskoppum á miðunum og

  KLIPPTUM á alla togvíra breskra- svúss...helvískt trollið

  og allur aflinn hvarf í hafiðErrm.

  Djö...skemmdavargar, þessir FrónbúarAngry.

  Ekki skánaði það þegar Frónbúar ákváðu að vera með einhvern

  derring, þegar þeir skitu upp á fjármálabak og neituðu að borga

  fyrir kerlingafáluna hana ÍsbjörguPinch.

  TERRORISTAPAKKNinja!

  Jamm,  það er margt sem ógnar Bretum og hrjáir þá.

  Helvískir sólarstormar, pestarfár, hamfarir, hryðjuverk og svo verst af öllu..

  ..litla Frón og skítlegir íbúar þessWhistling.

  Vesalings breskurinn.

  Hann á ekki sjö dagana sæla.

  Kemst ekki í flug nema frónverskum eldfjöllum þóknist svoCool.

  Má ekki veiða sér soðningu lengur upp við

  frónverska landsteina, sei sei neiFrown.

  Og ekkert að treysta á frónverska útrásarvíkinga með

  alla vasa fulla af pappírspeningum, því síður á frónverska

  þjóð til að borga fyrir all fjármálasukkið og svínaríiðFrown.

  Rífur bara kjaft og segir NEIW00t!

  Já, ekki nema von að breskum renni kalt vatn á milli skinns og hörunds,

  þá þeim verður hugsað til lítillar eldfjallaeyju vestur af þeim,

  í miðju Atlandshafi.

  Tarna er ljóta óværan á yfirborði jarðarTounge!

  Já, bretinn á bágt...ógnar bágt.

  Máske væri réttast að stofna hjálparreikning hræddum og hrjáðum

  Bretum til bjargar hér uppi á litla Fróni......svona til að bæta fyrir

  alla eldfjallaöskuna sem við sendum þeim þarna um árið...var ekkert

  annað en djö... hryðjuverkDevil!

  Gá til veðurs næst.

  Góðar stundir.


mbl.is Íslenskar eldstöðvar ógna Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir      og    Við

anna (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 21:02

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Joooo, vi og dem, Anna.  Þakka þér innlitið.

Sigríður Sigurðardóttir, 18.3.2012 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband