Rasandi grín.

IMG_0032-2  Þau standa þétt saman eða sitja

  þétt á skrifborðsbrúnum a.m.k 6 manns.

  Hver talar óðamála ofan í annann.

  Ljóshærðu konurnar tvær gráta hástöfum.

  Höfuð hristast til og frá.

  Handapat.

  Homminn kemur inn með hatt og gráan trefil á öxlinni.

  Hann er vinur Aliciu, ljóshærðu gellunnar með vængjahárgreiðsluna.

  Hann rýkur til Aliciu og reynir að hugga hana.

  Paula Maria hin ljóshærða gellan með slöngulokka grenjar

  enn hærra.

  "Lækkið hljóðin í þessari VERGJÖRNU konu" hvæsir homminnJoyful.

  Paula Maria alias vergjarna konan, er einnig einstæð móðir,

  og hefur áhyggjur af því að búið sé að reka sig, og hvernig eigi

  hún þá að sjá fyrir sér og syni sínumCrying.

  Alicia hefur áhyggjur af því að enda kærastalaus, heimilislaus,

  Limmosínulaus og ekki síst "klúbblaus"Pinch!

  Grætur upp við öxl hommans.

  Omar, "hinn dýrðlegi CASANOVA",  hefur mestar

  áhyggjur af því að samband hans við Paulu Mariu

  er opinbert gjört.  Vill reka konuna, því að sjálfsögðu

  gleymdi "hún" að setja öryggið á skrifstofuhurðina.

  Lopez "hinn illi" yfirmaður allra, hótar að reka Paulu Mariu,

  nema auðvitað hún vilji eiga með sér "Baby-Doll-kvöld".

  Skrifstofudömurnar reyna að hugga Paulu Mariu.

  Leikonan hin snjalla í því hlutverkinu, setur upp

  hrikalegan svip, sem minnir húsfreyju á sársvangan

  enskan veiðihund með síð eyru, mæna á húsbónda sinn

  snöfla í sig síðasta kjötbitanum.

  Húsfreyja tryllist af hlátriLoL.

  Gafst upp á æsispennandi sápuóperu þessari.

  En það mega spænskumælandi sápuframleiðendur

  eiga, að það er leit að svo "stífspreyjuðu og hreyfingarlausu"

  hári í sjónvarpi, sem leikarar þeirra hafa.

  Og neglur kvennanna er einnig skemmtilega LANGAR.....

  og engin furða að "öryggið" á hurðum klikki, ef reynt er að

  setja það á með slíkum "klóm"Whistling!

  En þvílíkt, rasandi grín hjá spánverjunum.

  Klikka ekki.

  Gaman að þessu í risastóru flatskjársjónvarpi.

  Góðar stundir.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband