Hverju færð þú áorkað?

workingwomen  Húsfreyja varð hugsi við spurninguna.

  Fékk hún yfir höfuð "einhverju" áorkað?

  Skiptu hennar athafnir, orð eða skoðanir

  einhverju máli í hinni stóru mynd þjóðfélags

  sem rambaði á barmi örvæntingar, reiði og

  vonbrigða vegna kreppu og bankahruns?

  Hvert var "framlag" húsfreyju í þjóðfélagi sem

  boðaði aðhald, niðurskurð og sparnað?

  "Jú, svaraði húsfreyja hægt, "ég finn stað fyrir krafta

  mína og vinnu í hinni daglegu jákvæðu þróun mála,

  sem ég skapa með hugsun minni, orðum og

  ekki síst kærleiksríkum verkum.

  Að vinna allt af alúð og samviskusemi ásamt

  því að koma fram við náungann eins og þú vilt að

  hann komi fram við þig, skiptir miklu máli í daglegum

  störfum mínum.

  Eitt bros ásamt hlýju handtaki getur reyndar skipt

  sköpum í tjáningu milli einstaklinga, og breytt öllu

  um það hvernig þeir síðan upplifa atburði

  líðandi stundar!

  Engin stórkostleg kraftaverk í gangi í mínu starfi,

  heldur örugg og hæg þróun í rétta átt, dag hvern!

  Og hænufetin skila mér í gegn um þrengingar,

  niðurskurð, kreppur og reiði þjóðfélagsins...eitt hænufet í einu".

  Húsfreyja brosti glettnislega til viðmælanda síns.

  Viðmælandi horfði skarpt á húsfreyju, og þagði góða stund.

  "Iss, það þýðir ekkert að ræða við þig um kreppuhelvítið. 

  Þú ert hjúkrunarfræðingur og kona og ert allt of hógvær og góð í þér.

  Þið eruð svona allar þessar hjálpsömu konur sem lifið fyrir

  að hjálpa öðrum og gleðja þá.

  Getið ekki að þessu gert, eruð fæddar með þessum ósköpum".

  Viðmælandi hugsaði sig um smá stund.

  "En það máttu vita góða, að við karlarnir værum ennþá

  STEINALDARMENN ef það væri ekki fyrir ykkur, og sjálfsagt væri

  engin kreppa í heiminum í dag ef þið væru æðstu stjórnendur".

  Og viðmælandi kvaddi og snérist á hæli og hvarf út í

  haustblíðuna.

  Húsfreyja horfði á eftir karli.

  Brosti með sjálfri sér.

  "Hógvær og góð".

  "Lifi fyrir að hjálpa og gleðja aðra".

  Ekki amalegt hrós þetta.

  Hvort konur hefðu getað forðað alheimi frá kreppu?

  Tja!

  Hæpið.

  En ekkert vit í því að velta sér upp úr slíkum vangaveltum.

  "Áorkum" engu þannig.

  Góðar stundir á bólakafi í miðri kreppuCool.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband