Þá lífi er bjargað....

164154720_49d6fcb478...skiptir litlu hvort um máva eða pípunefja er að ræða.

  "Mammmmmma" orgaði litla skottan, "ég fann skrítna

  lundapysju".

  Mamman og einnig amma úr Reykjavík í heimsókn úti í Eyjum,

  þustu út á hlað á Eiðum.

  Skottan 4 ára á innsoginu, dró þær mæðgur á harðahlaupum

  niður að girðingunni bak við Byggðarholt.

  Þar kúrði skelfingu lostinn fuglsunginn, flæktur í netadræsunni

  sem fleygt hafði verið yfir gaddavírinn.

  "Hún er fööööst" orgaði skottan, "og ég get ekki losað

  haaaaana".

  Tárin féllu í stríðum straumum niður andlit litlu skottunnar.

  "Við VERÐUM að bjaaaarga henni", skottunni var mikið niðri

  fyrir og var stutt frá því að fara upp á "hljóðhimnusprengjandi"

  háa séið í orginu.

  Amman og mamman horfðu á "fýlsungann", héldu sig í hæfilegri

  fjarlægð og reyndu að róa skottuna áður en að þær báðar

  misstu heyrn....varanlega.

  "Hann verðu bara hræddur ef þú orgar svona" sagði mamman.

  Skottan gleypti andann á lofti og steinhætti að orga.

  "En við verðum að losa hana og bjarga henni", stamaði hún

  með ekkasogum.

  Múttan og amman litu ábúðafullar á hvor aðra.

  Fýlsungar "ældu" viðbjóðslegu illa lyktandi lýsi líkt og

  fýlsforeldrarnir....lykt svo slæm og illa þefjandi, að fólki varð illt,

  og sem festist í fötum svo varð að henda.

  Var víst "erfðargalli" sem allir fýlsungar erfðu frá foreldrum

  sínum, helvískt lýsisgubbiðSick.

  Skottan horfði eftirvæntingarfull á ömmu sína og mömmu.

  Þær voru jú fullorðnar, og fullorðnir gátu ALLT.

  Eða því trúði skottan statt og stöðugt.

  "Ég reyndi að losa lundapysjuna, mamma" sagði skottan

  með tárvot augun, "en vængurinn er flæktur".

  Amman leit ákveðin á dóttur sína, " ef Sigga vill bjarga

  kvikindinu, verðum við að bjarga því, Stína mín"!

  Móðirin hryllti sig, hljóp inn á Eiða, náði í pappakassa

  og viskustykki.

  Amman vafði viskustykkinu um hönd sér, og atti fyrir framan

  lýsisspúandi fuglsungann, á meðan mamman hófst handa við

  að losa vænginn.

  Skottunni var vísað lágmark 8 skref frá atganginum,

  svo "fýlsunginn" gubbaði ekki lýsi á hana.

  Skottan rasandi á að lundapysjan hennar skyldi vera

  orðin að "fýlsunga" sem ældi lýsi, og sá fyrir sér flúgandi

  fíla ala Dúmbo, með langa gráa rana.

  "En amma, þetta er ekki fíll" sagði hún með síðustu

  ekkasogunum.  "Hann er bara lítill ungi".

  En  eldri mæðgurnar voru ákveðnar í því, að til væri fuglategund

  sem héti fýll og "ældi vondu lýsi".

  Skottan fylgdist kengspennt með, þegar múttan náði að losa

  væng ungans og amman síðan náði taki á honum.

  "Kassann, Stína STRAX", hrópaði amman.

  En rétt áður en tókst að skella fýlsunganum í kassann,

  ældi unginn beint á úlnlið ömmunar.......foj....bjakk....

  viðbjóðsleg stybba gaus upp, skottunni lá við að æla

  sjálfrSicki.

  "Ojjjjj amma", veinaði skottan.

  En ofaní kassan fór fýllinn, og honum lokað með hraði.

  Amman fór 10 metrana á heimsmeti inn í eldhús á Eiðum

  að þvo af sér lýsisæluna.

  Þegar pabbi skottunnar kom heim tók á móti honum arfaspennt

  skotta..."pabbi, við náðum FÝÝÝLLLL"!

  "Og það er hrikalega vond lykt af hendinni á ömmu"!

  Næsta dag fóru pabbinnn, skottan, og eldri mæðgurnar út á

  Urðir og slepptu fýlsunganum.

  Ekki fékk skottan að koma nálægt fuglinum, né nokkur annar.

  Pappakassinn opnaður alveg við sjóinn á steinklöpp, og allir

  stigu 8 skref aftur á bak...nema fýllinn.

  Hann trítlaði völtum fótum fram á klöppina og skellti sér

  í sjóinn og synti hraðbyri út í Víkina.

  BjargaðHalo!

  Amman fann lýsislykt af úlnlið sér næstu 2 mánuðina.

  Og enn þann dag í dag veit enginn hvernig skottan slapp frá

  lýsisælu þennan dag, því hún var búin að bjástra lengi

  "ein", við að reyna að losa fýlsungann, áður en hún sótti hjálp.

  "En þá var honum kannski ekkert mál að gubba, pabbi"?, spurði

  skottan föðurinn.

  Og pabbinn blikkaði dótturina kanvís, og sagði:

  "Já, kannski"Wink!

 

 


mbl.is Hetjuleg mávabjörgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband