Þrír á borgarstjóralaunum!

  Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta.  Annars eins myljandi farsi hefur sjaldan sést í fjölmiðlum.  Hélt um tíma að ég væri að horfa á sýnishorn nýjasta leikstykkisins í BorgarleikhúsinuLoL .  Hló og flissaði.  En nú verð ég, ásamt öðrum borgarbúum að borga "þreföld" borgarstjóralaun næstu mánuði....en aðeins með "EINN" borgarstjóraAngry !  Dæs!  Hvað næst?  Upp á hverju finna þeir næst, "grínararnir" í íslenskri pólitík?  Það verður erfitt að toppa þessa endaleysu.
mbl.is Þrír þiggja laun borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og það sést í fréttum RÚV sá sem drekkur af auðlindum landsins, hver gæti það verið nema eitt af andlitum sjálfstæðisflokksins.

Hvernig er með einkavæðingu á orkulindum þjóðarinnar. Er þetta gert til að tryggja sérhagsefnasvæði og rántöku á auðlindum landsins?

Hvað segja borgarbúar? Hvernig er með launakjör fólks og hversu miklar fjárhæðir ganga í þennan umhleyping í borgarstjórnarmálum?

Einhver sagði í fréttum að þetta þyrfti að kosta peninga, er þegar verið að réttlæta svona kringumstæður. Hversu langt þarf að ganga áður en að þarf að bora þessu fólki í fangelsi og koma á skikkanlegu stjórnarstarfi?

Nei, sjálfstæðisflokkur, vatnið getið þið drukkið, en munið vatn er vatn og þið eruð nokkuð allt annað.

ee (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 20:29

2 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

Já Sigga mín eins gott að þið Reykvíkingar eigið nóg af aurum.

En annars er ekki hægt annað en að hlægja .... þvílíkt leikrit.  missti nærri andann ég hló svo mikið ! Og svo hafa þessir menn ekki farið í Leiklistaskólann þetta hlýtur að vera meðfætt.

Mér skilst að flottustu hnífasettin í bænum séu uppseld sem og hálstau og glæsiföt. Eitthvað er um að trúnaður og taust heyri sögunni til.

Bíð spennt eftir að sjá hvað þeir Spaugstofu frændur gera nk laugardag. Sé fyrir mér ótrúlegustu týpur sem og góðan texta .

Kristín Magnúsdóttir, 22.1.2008 kl. 20:35

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Já, ee, ekki er það allt gæfulegt hjá Sjálfstæðisflokknum, nú sem endanær.  Og furðu gegnir, að alltaf virðast vera nægir peningar í svona vitleysu, en þegar á að semja um launakjör, þá eru stjórnarflokkarnir á hvínandi kúpunni.  Er ekki hrifin sem borgarbúi, að þurfa að greiða gjöld sem fara í svona "þrefalt" rugl!

  Stína mín, hef góða von um að þeir Spaugstofumenn geri ærlegt grín af þessu "hnífasettaliði", og verði duglegir að auglýsa "útstungin" Armani-jakkaföt á útsöluverði!  Ekki annað hægt.  Þetta er alveg makalaus endaleysa.

Sigríður Sigurðardóttir, 22.1.2008 kl. 22:02

4 Smámynd: halkatla

jebbs ég hló líka fyrst, svo helltist yfir mig vorkunn gagnvart borgarbúum, núna vorkenni ég Ólafi F. Hann var víst leiksoppur villta tryllta villa!

halkatla, 23.1.2008 kl. 15:37

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Jamm, Anna mín.  Þeir eru víst djúpir vasarnir okkar borgarbarnanna, og lengi hægt að seilast ofan í þá.  Bévítans vesen hvað þeir eru "götóttir" líka, því það er alltaf eitthvert pakk sem þykist ráða, að klippa göt á þá!

Sigríður Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband