Tryllingslega, Reglulegt og Pínlegt Mígrenis-...

for0132l  ...gen númer átta þá að hrjá

  konur margar og stúlkur í ætt húsfreyjuPinch.

  Það er ekki nokkur spurning.

  TRPM8 erfðavísir þessi gengur þá ljósum

  logum tvist og bast í bæði móður- og föðurætt

  10 ára djásnsins, og jafnvel fleiri hroðaleg mígrenisgen

  á ferli þar einnig.

  Báðar ömmur hennar eru mígrenissjúklingar,

  faðirinn var mígrenissjúklingur fram yfir tvítugt

  og gott ef ekki móar í minningu hjá húsfreyju um mergjuð

  magakveisuköst um 4-5 ára aldurinn.

  Jamm, leiðinda sjúkdómur, mígreni, erfiður og truflar mikið

  daglegt líf.

  Tíu ára djásnið greindist með magamígreni

  fyrir rúmu ári síðan, en nær 10% allra skólabarna

  fá mígreni, með eða án magaverkja og uppkasta,

  og svo fá örfá þeirra "eingöngu" magaverkinn og

  uppköstin.

  Húsfreyja hélt fyrir rúmu ári síðan, að líklega væri hún

  einhver móðursjúkasta móðir allra tímaShocking.

  Búin að ímynda sér alla mögulega og ómögulega

  meltingarfærasjúkdóma sem gætu verið að hrjá

  hennar ljúfu dóttur, og var að trompast yfir

  öllum veikindadögum djásnsins, skólatapi hennar,

  og vinnutapi foreldra.

  Þá gaukaði einn ágætur læknir á vinnustað hennar að henni,

  að börn gætu fengið mígreni "eingöngu" í magaW00t.

  Húsfreyja fauk á methraða með djásnið til barnalæknis,

  og mikið rétt, djásnið reyndist með bullandi mígreni,

  og svaraði strax lyfjameðferð og breyttu mataræði.

  Hefur síðan vart misst dag úr skóla, og hefur

  sloppið að mestu við köst, nema eitt og eitt með

  margra mánaða millibili.

  Köst 10 ára djásnsins byrja ætíð eins:

  1.  Lystarleysi og hitatilfinning í maga.

  2.  Sviðaverkur sem kemur í bylgjum.

  3.  Ofsafenginn krampakenndur verkur, ógleði og uppköst.

  Þetta ástand varir í 3- 6 klst ómeðhöndlað, en þá

  er kastið gengið yfir.

  Yfirleitt nær húsfreyja að grípa strax inn í kastið

  á stigi 1. og 2. með verkjalyfjagjöf (Panodil/ Paratabs),

  en nái hún því ekki er hún búinn að missa tökin á málinu,

  stig 3. verður óumflyjanlegt,

  og kastið verður að renna sitt skeið með tilheyrandi

  ofsaverk, ælum og gráti.

  Já, það er oft vandlifað með arfleið fyrri kynslóða,

  en það góða er að nú á dögum er mun meiri hjálp að fá.

  Djásnið tekur 3 litlar töflur eftir kvöldmat alla daga,

  forðast unninn mat, pylsur, bjúgu o.þ.h., forðast sætmeti

  og sætindi (nema á laugardögum) og kakó sömuleiðis, og

  hefur það ljómandi gott flesta ef ekki alla dagaCool.

  Húsfreyja man þá daga á sínu bernskuheimili,

  þegar föðurafi hennar, Guðmundur Eyjólfsson,

  stóð vörð um almyrkvað svefnhebergi

  foreldra hennar, þaðan sem henni

  og systrum hennar bárust til eyrna uppsöluhljóð,

  kveinstafir og grátur móður þeirra.

  "Mamma ykkar er veik, þið farið ekki þarna inn

  nema með opna slagæð, opið handleggsbrot

  eða þá að þið hafið asnast til að kveikja í kjallaranum"Tounge!

  Afinn ekkert að skafa af hlutunum, og gaf hvergi eftir

  áköfum köllum systranna eftir athygli mömmu.

  Árið 1969 var fátt um góða drætti þegar kom að

  meðferð við mígreniFrown.

  Svo móðir húsfreyju þjáðist, stundum 2-3 daga í röð,

  höfuðið að springa, sjóntruflanir, uppsölurErrm.

  Afi stóð vörð.

  Upp úr 1970 kom nýtt lyf á markaðinn, Norgesic.

  Móður húsfreyju snarbatnaði mígrenið, köstum fækkaði

  smátt og smátt og eru nú orðin fjarlægur ómur af leiðindum í

  minningum móður húsfreyju.

  Húsfreyja slapp að mestu sjálf.

  En ekki 10 ára djásnið.

  Kannski hennar lán, að eiga móðusjúkustu móður allra tíma,

  sem sífellt leitaði orsaka og lausnaWhistling

  Kvartaði og kveinaði fyrir hennar hönd,

  las, gúgglaði, hringdi, leitaði ráða og gafst ekki upp.

  Það er einlæg ósk húsfreyju að öll börn með mígreni,

  með eða án magaverks, eigi hrikalega móðursjúkar mæður....

  eða jafnvel betra,....."föðursjúka" feðurDevil!

  Góðar stundir á sumarlegu kveldi.


mbl.is Erfðavísar mígrenis fundnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband