Skárra að fara undan...

eldgos_221004  ...glóandi hrauni en mót því.

  Eða það telur húsfreyja.

  Fékk sjálf ekkert val hér í den,

  með elgosið nánast í bakgarðinum.

  Skipti engu þó hraun rynni fyrst á haf út

  en ekki í átt að byggð eins og síðar varð.

  Húsfreyja var ræst, skellt í úlpu og skó

  og holað ofan í slorangandi fiskibát um hánótt,

  komið til Þorlákshafnar í einum hvínandi fart....

  eða á svona siglingarhraða sem lítill fiskipungur nær

  í bullandi brælu á móti vindiSick.

  Fimm þúsund manns á faraldsfæti þá nóttina.

  Jamm.

  Nú er landinn enn og aftur á faraldsfæti,

  þúsundum saman. 

  "Fagnandi" á göngu í óbyggðum,

  allt á fótinn og "á móti" hraunstraumW00t.

  Sumir jafnvel á gallabuxum og strigaskóm.

  Þrjátíu kílómetra göngu að hitta einn herlegan hraunstraum.

  Og kannski ná að berja einn logarauðan gosstrók augum

  með drunum og tilheyrandi, í óþægilega "heitri" nálægð.

  Með hraunstrauma rennandi í allar áttir...suður og niður,

  norður og niðurPinch.

  Vissulega upplifun að berja eldgos augum í nálægð,

  en mun betri upplifun telur húsfreyja,

  að "komast heil" frá slíkum hamförum,

  og lifa það, að segja frá ævareiði móður Jarðar,

  sjónarspili og ægifegurð.

  Vinum og ættingjum.

  Börnum og barnabörnum.

  Svo kæru landar, notið skynsemina.

  Eldgos eru ekkert grín.

  Farið vel búin, með fólki sem þekkir vel til aðstæðna.

  Verum erlendum ferðamönnum góð fyrirmynd.

  Góðar stundir.


mbl.is Fá hraun og ösku á móti sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband