Gáfuðu börnin?

  Get sosum alveg verið sammála þessari rannsókn og niðurstöðum hennar.  Kannski að það séu ákveðin forréttindi að vera elsta barn foreldra sinna.  Njótum þess að vera elst í röðinni, og að okkur er treyst fyrir ýmsum ábyrgðarverkefnum, sem yngri systkini fá aldrei að koma nálægt.  Verðum því oft að vera snör að hugsa, ef ekki fer allt eins og áætlað var í upphafi, og redda málunum.  Mikil þjálfun og æfing fyrir hugann, að þurfa að hugsa um yngri systkini, og koma í veg fyrir að þau fari sér að voða.  Ólst sjálf upp í Vestmannaeyjum, sem er einstök drauma-Paradís fyrir krakka að alast upp í.  Var oftast með tvær, 5 árum yngri systur mínar, í eftirdragi.  Vildu engir eftirbátar mínir vera í neinu, þó yngri væru.  Svo ég veltist með þær um alla eyju.  Vestur á Urðar, niður á höfn, niður á Skans, út á Eiði og upp í Helgafell.  Varð mér stundum til happs, að þær voru latari en ég að ganga og hlaupa, svo suma daga slapp ég við barnapíustörfin.  Oft komu við sjóblautar heim, forugar upp fyrir haus, í illa rifnum fötum með blóðug hné eða hendurW00t !  Óteljandi skipti kippti ég í þær á Urðunum, þegar hafaldan kom að, eða greip í miðju falli á einhveju klettaprílinu.  Vorum ekki mikið að pæla í hættum eða möguleika á slysum, systurnar.  Þeim fannst sjálfsagt, að ég reddaði þeim úr slysagildrunum, og mér líka.  Ræddum þetta ekki einu sinni er heim kom, og mútta reyndi að fá einhvern botn í útganginn á okkurGrin !  Rámaði kannski eitthvað í málið, en að mestu búnar að gleyma svona smotteríi.  Ypptum öxlum, settum upp okkar fegurstu englaandlit og sögðumst bara hafa "dottið smá"!  Iðulega urðum við að fá 3 umganga af fatnaði yfir daginn, systurnar.  Múttu til mikillar hrellingar.  Stórþvottur upp á hvern dag í Grænuhlíðinni, löngu eftir að bleiutímabilinu lauk!  "Prúðu" stúlkurnar hennar múttu voru heldur lítið að pæla í fötum og hreinlæti á þessum árum!  Enda engin tími til þess.  Lífið var jú eitt ævintýr, og það varð að upplifa í botn.  Svo ég lærði að vera alltaf á útkikkinu, og passa upp á bæði mig og systur mínar, og merkilegt nokk sluppum við allar við beinbrot, tognanir og stóra skurði alla bernskuna.  Nema Anna systir datt af eldhússtól 9 mánaða og viðbeinsbrotnaði, og Árný systir náði sér í gat á hausinn, er hún lenti í miðju grjótkasti af vangá.  Og sjálf kippti ég mér úr olnbogalið í frekjukasti, 4 ára gömul......og þar með er allt upp talið.  Vel sloppið, og afspyrnu lærdómsríkt fyrir mig, að hafa borið töluverða ábyrgð snemma á ævinni.   En hvort ég er nokkuð "gáfaðri" fyrir bragðið, verða aðrir að meta.
mbl.is Elsta systkinið gáfaðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband