Og húsið brennur, þó er sungið enn....

100 3446  Sem starfsmaður á Eir hlýtur húsfreyja að gleðjast ósegjanlega

  yfir því að vandi Eirar sé aðeins "tímabundinn".

  Vonar hún að Jón hafi metið stöðuna rétt, svo aftur verði til dæmis

  hægt að ráða fólk í 100% starf, sem lækkað var niður í 75%, ásamt því að

  viðhalda nægri mönnun á hjúkrunardeildum og styrkja þannig

  fagmennsku og gæði í starfi.

  Og tryggja þannig starfsánægju og öryggi, sem ekki síst felst í

  stöðugleika í launum.

  Frábært fólk sem vinnur á Eir, vinnur störf sín af trúmennsku og dugnaði og

  ómaklegt að það verði að taka þátt í að axla 8 milljarða króna hallann.

  Toppnóg að axla bankahrun og kreppu, og þar stendur vinnandi fólk þjóðarinnar enn

  í mögnuðu fjárhagsstappi og ekki sést fyrir endann á þeim hremmingunum.

  Svo mörg eru þau orð.

  Húsfreyja óskar Jóni og stjórn Eirar velgengi í störfum sínum,

  og vonar þeim takist að vinna Eir út úr þessum 8 milljarða vanda

  sem allra fyrst.

  Góðar og "tímabundnar" stundir Grin.


mbl.is Veitir öryggi í brennandi greiðsluvanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband