Árgangsmót 1960

Eyjar 60  Það var myljandi fjör á síðastliðnu sumri

  er árgangur 1960 var með gleði- og spjallhitting.

  Húsfreyja var á útopnu alla þá helgi, og skemmti sér

  hið besta.

 

Og það var sungið....... ...Nú ætla ég að syngja ykkur

                                     lítið fallegt ljóð,

                                     um ljúfan dreng sem fallinn er nú frá.

                                     Um dreng sem átti sorgir

                                     en ávallt samt hann stóð

                                     sperrtur þó að sitthvað gengi á.

cimg3008.jpg

 

  Og það var dansað, spjallað, dansað og spjallað.

  Sungið meira

 

 

 

 

 

 

                   ... Í brekkunni er sungið dátt

                           um hetjudáð og höf.

                           Gullkornin sem Geiri og Ási færðu oss að gjöf

                           um ástir, víf og villta strengi

                           strákasótt og góða drengi

                           og hetjudáð á ystu nöf

                           um bjarta von hjá blíðum meyjum

                           perlurnar hans Árna úr Eyjum

                           og ofurmenni eins og Binna í Gröf.Eyjar 2012

           

  Eitthvert glundur var í glösum

   hjá mörgum, en það var ekki

   til vansa hjá flestum, jók aðeins

   á sönggleðina.

 

 

   Matur var snæddur á föstudagskveldi í gamla Alþýðuhúsinu...lostæti, 

   og gamlar myndir af liðinu skoðaðar...merkilegt sumir höfðu 

   örlítið breyst frá því 1973 Tounge, en flestir báru samt aldur vel.

cimg3093.jpg   Og enn var dansað...og dansað.

   "Hún hefur dýrslegt aðdráttarafl.."LoL

 

 

 

 

 

 

  Næsta dag var ræs eldsnemma, og allir mættir glaðir og með timburmenni í lágmarki að rifja upp söguna í Sögusafninu eina og sannna við Stakkó.

  Þaðan beint í gúmmituðru-á-fljúgandi-fart hálfan hring í kringum Heimaey.  Svo fallega glitraði hafið í glampandi sólskyni og geislaði eyjan okkar af fegurð í ferðinni, að örlítið ölþreytta liðið steingleymdi að verða sjóveiktWink.

Að vísu telur húsfreyja að hún hafi fengið væga súrefniseitrun í ferðalagi þessu, því hún gat ekki hætt að syngja "Sæsavalsinn" þegar í land var komið...."Er kvöldskuggar læðast um tinda og fjöll, tökum við upp einn hnall.

Því þetta er skrykkjótt og undarleg öld, með eitt hundrað prósent spjall.

Gott er í gírkassahreppi,

að gleðjast við mænuval.

Svo syngjum við valsinn hans Sæsa í kvöld, og svifum í "Herjólfsdal"!cimg3050.jpg

 

 

 

 

 

 

   Um kvöldið var síðan snætt í Bjarnakró á Eiðinu, dansað, sungið og spjallað að Eyjamanna sið langt fram á nótt.

  

   Vinkona húsfreyju kom frá Noregi, og fékk gistingu hjá systur í Eyjum.

  Var hin ánægðasta með ferðina, og húsfreyja kynnti hana fyrir krökkunum í Grænuhlíðinni.

cimg3033_1194513.jpg  Aldrei leiðinlegt að heimsækja Eyjarnar, er mat húsfreyju, jafnvel ekki síðsumars, eða í byrjun september eins og í þetta sinn.

 

 

 

 

  "Hún rís úr sumarsænum          

    í silkimjúkum blænum,

    með fjöll í feldi grænum,

    mín fagra Heimaey..."

 cimg3027_1194521.jpg

  

 

     Þetta var góð ferð út í Eyjar, og gaman að hitta gamla leikfélaga og skólafélaga.  Við vorum þéttur hópur hér í den, þrátt fyrir að vera einn af stærstu árgöngunum í Eyjum.  Leikgleði okkar var mikil og lífsgleðin ólgaði sömuleiðis í æðum okkar.   Við áttum okkar stóru drauma og þrár...helvískt eldgosið '73 setti bara svolítið strik í reikningin og gerði okkur erfitt fyrir.

  En koma sér í svefninn góða næst, vinna á morgum,

   góðarstundir og njótið helgarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fråbær helgi, fråbært fólk, fråbær stadur, FRÅBÆRT. Sit her i norskri sveit, med norskar kartøflur i ofni, sem mågkona min"å" og bíd ørlaga minna. EN innst i hjarta geymi eg FRÅBÆRT allt bara FRÅBÆRA EYJA, FRÅBÆRA fortid, FRÅBÆRA æsku med FRÅBÆRU FÓLKI- nú er ég komin í hring, og, ef einhver vill vera hamingjusamur, å så hinn sami ad umvefja sig gódu, skemmtilegu,yndislegu, hressu fólki. Hvenær er hægt ad panta plåss å elliheimili i Vestmannaeyjum?????????????????

unnur (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband