Að vera metin að verðleikum.

 116710d1336650010-happy-nurses-week-2012-happy_nurses_week_by_nurse11349 Allir vilja vera metnir að verðleikum.

  Að störf þeirra séu virt og metin.

  Að hin mikla orka og fagmennska sem við leggjum í störf okkar,

  skili sér að hluta til, aftur til okkar.

  Að okkur líði vel í vinnu okkar, vitandi að fjárhagslegt

  öryggi sé tryggt með góðum launum fyrir þrotlaust og

  fórnfúst starf.

  Og að auki ef þú ert hjúkrunarfræðingur:

  Að fá að vinna í gleðinni sem felst í að hjálpa náunganum.

  Að hlúa að voninni þegar erfið veikindi herja á.

  Þetta er stóra málið okkar hjúkrunarfræðinga.

  ERU ÍSLENSKIR HJÚKRUNARFRÆÐINGAR METNIR AÐ

  VERÐLEIKUM?

  HAFA ÍSLENSKIR HJÚKRUNARFRÆÐINGAR EINHVERN TÍMANN

  VERIÐ METNIR AÐ VERÐLEIKUM?

  Mánaðarlaun húsfreyju síðasta mánuð: 369.617 krónur miðað við 100% starf.

  Og þá á eftir að taka af staðgreiðslu, orlof, félagsgjöld ofl.

  Er þetta boðlegt hjúkrunarfræðingi til næstum 30 ára.

  Er þetta í lagi?

  Eða er í lagi að  hefja öll mánaðamót í bullandi mínus?

  Því þegar húsfreyja er búin að greiða íbúð, bíl, fasteignagjöld ofl.

  á hún örfáa þúsundkalla eftir sem duga fyrir brauði og mjólk....

  í viku.

  Jamm.

  Í viku.

  Þá er að svína á VISA fyrir mat og nauðsynjum næstu

  3 vikurnar.

  Húsfreyja er ekki eini hjúkrunarfræðingurinn hér uppi á litla Fróni sem

  býr við þennan dapra raunverukeika.

  Enda er Noregur svarið fyrir marga heilbrigðisstarfsmenn í dag.

  Litla Fróni blæðir færum og frábærum frábærum hjúkrunarfræðingum

  til norskra frænda okkar sem kunna þá vel að meta.

  Hve lengi þolir "velferðarríkið" Ísland að missa allan þennan

  þrautþjálfaða her heilbrigðisstarfsmanna úr landi?

  Sjúklingar á öllum aldri eru nú þegar orðnir "biðlistafólk", tímabundnir öryrkjar

  sem er kippt út úr "enduruppbyggingu" litla Fróns eftir hrun, vikum og

  jafnvel mánuðum saman.

  Fólk sem verða virkir þjóðfélagsþegnar, um leið og þeir hafa notið

  góðrar og skilvirkrar heilbrigðisþjónustu.

  Og fleiri lenda í mistökum, fleiri deyja bíðandi, fleiri verða að

  sækja sér lækningu og hjúkrun erlendis og fleiri fá fljótfærnislegar,

  "skammtímareddingar" á heilsufarsvanda.

  Er þetta framtíð litla Fróns í heilbrigðismálum?

  Verða hjúkrunarfræðingar á litla Fróni ALDREI metnir að verðleikum?

  Svo mörg voru þau orð.

  Góðar stundir.


mbl.is Hjúkrunarfræðingar flykkjast til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað vilja allar stéttir verða metnar að verðleikum og heilbrigðiststéttin á Íslandi á það svo margfalt skilið.

En ég heyri af mörgum íslenskum hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum sem ætla að fara til Noregs og annað núna þessa daganna því að þessat stéttir hafa gefist upp á að fá launaleiðréttingu á launum sínum.Það gengur ekki að henda einsstöku sinnum þúsundkalli og þúsundkalli í þær lengur eins og stjórnvöld hafa gert síðustu árin.

Samningar þessir sem gerðir voru á dögunum við hjúkkur eru einfaldlega niðurlægjandi og þær eru ekki sáttar og horfa núna til annara landa fyrir vikið.Sjúkraliðar fá svo miklu meira útborgað í Noregi td og það er mikil eftirspurn eftir þeim í Noregi og annars staðar.

Viljum við missa þetta fólk úr landi ....Nei ég held ekki.

Elín (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 18:32

2 identicon

Það eru engir fagmenn metnir að verðleikum á Íslandi og hafa aldrei verið.

Fann sjáfur nuninn eftir að ég flutti út.

Vinn aldrei fyrir íslendinga meir!

Góðar stundir í Noregi.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 18:33

3 identicon

Æ, vandamálið á Íslandi er alltaf þetta - engum finnst hann fá nógu vel borgað. Hjúkrunarfræðingar fá hækkun og þá fara læknar að kvarta því þeim finnst þeir eiga rétt á því að fá 50% hærri laun (eða whatever) en hjúkrunarfræðingar. Svo fara kennarar að kvarta því af hverju ættu þeir ekki að fá jafn vel borgað og hjúkrunarfræðingar?

Fín lausn væri að droppa þessum stéttarfélagatöxtum og láta alla semja prívat. Þá myndi Sigga ekki hafa hugmynd um hvað Elín við hliðina á sér hefði í laun og það kæmi henni ekkert við. Allir myndu semja um eigin laun - allir væru þá sæmilega sáttir við eigin laun og fólk myndi ekki finna þessa þörf fyrir að hópa sig saman til að heimta meira og viðsemjandinn myndi ekki lenda í þessum vandræðum að vera stillt upp við vegg og þurfa allt í einu að finna mörg hundruð milljónir í einu til að hækka alla í einu.

Þar sem ég vinn semja allir sjálfir og enginn veit hvað næsti maður er með í laun. Tæknilega séð gæti það gerst að starfsmaður sem samdi vel og er talinn flinkur í sínu starfi sé á hærri launum en deildarstjórinn sinn. Virkar fínt.

Bragi (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 10:16

4 identicon

Eitt í viðbót... hvaða rosalegu íbúðalán ertu með ef 357.000 kall nær klárast í þau, bílalán og fasteignagjöld?

Bragi (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 10:17

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Sælt veri fólkið, þakka kærlega komment og innlit.  Ég er ekki fá 357.000. í vasann...langt því frá...staðgreiðsla skatts dregst frá ásamt öllum föstum gjöldum, oftast nær í kringum 125.000-130.000 sú dásemd...heppin þegar það sem í vasann fer slefar upp í 220 þús..... og þá er eftir að greiða íbúð, bíl, fasteignagj. ,skólamáltíðir dóttur, hússjóð ofl...og þegar lánið af íbúðinni er siglt í 80 þúsundir "verðtryggt" á mánuði (hef staðið í skilum..engin leiðrétting í boði), og bíllinn er í tæpum 40, verður 100 þúsund kallinn að duga fyrir restinni + matarinnkaupum, og endurnýjun á fatnaði sem til fellur.  Svo reiknaðu dæmið Bragi, og ég held þú sjáir að ég er á týpískum "kvennalaunum" :)

Sigríður Sigurðardóttir, 21.2.2013 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband