Týnd og leitaði að sér sjálf.

 IMG_2760 Húsfreyja hló upphátt, er hún las frétt þessa.

  Sá fyrir sér þessar sérkennilegu stöðu,

  og getur vel sett sig í spor konunnar, örþreytta að

  hjassast í rútu tímunum saman í þoku og rigningu uppi á litla Fróni:

  "Já, ég var bara allt í einu týnd og tröllum gefin, og hafði

  ekki hugmynd hvar ég var, eða hvert

  ég fór eða hvert ég var að fara.Shocking

  Síðast þegar ég vissi var ég stödd á salerni undir

  jökli á Íslandi, þegar ég ramvillist í einhver föt,

  mála mig og greiði, svo ég hafði ekki hugmynd um

  að lokum hver það var sem glápti þarna á mig

  í speglinum.  Varð um og ó, og þrælaði mér út í rútu,

  en þar rataði ég auðvitað ekki í sætið mitt, svo

  óþekkjanleg og villuráfandi semi ég var orðin.Pinch

  Þá uppgötvaði ég sem betur fer með góðri hjálp ferðafélaga minna,

  að auðvitað var ég bara TÝND, og að ég hafði hreinlega

  alveg TAPAST í bévítans salernisförinni.Whistling

  Svo við ræstum út leitarsveit mikla, og fengum í lið með okkur að

  leita mín.

  Og það gekk bara fjandi vel, því að ég gat að sjálfsögðu

  gefið príma góða lýsingu á sjálfri mér, hæð, þyngd, útliti og

  hverju ég klæddist. Tounge

  Síðan var leitað lengi nætur, eða alveg þar til einhver leitarmanna

  missti út úr sér nafn mitt, og ég gaf mig auðvitað fram.....Halo

  FUNDIN!  SJÚKKIT"!

  Hehehehehe stóðst ekki mátið, húsfreyja.Devil

  Aldeilis dásamlegt að kona þessi var ekki illa týnd, slösuð eða

  þaðan af verra, en eigi að síður skondið HVERNIG hún fannst.

  Gaman að þessu.

  Er sjálf á ferðalagi út í Eyjum, húsfreyja með alla sína herlegu

  fjölskyldu.

  Flytur búslóð systur í Eyjum grimmt og galið enn og aftur....

  í mígandi rigningu í gær en heldur þurrara í dag.

  Nú heldur farið að fjara út á fyrrum heimili systur, svo nú er aðeins

  eftir að fleygja rusli...og fleygja rusli....!

  Hvorki húsfreyja né systir í Eyjum hafa týnst í stórflutningum þessum,

  þó mikið hafi gengið á.....aðeins 2 reiðhjól týnst stutta stund

  í gærkveldi.....leitarsveit heimilismanna fann þau að lokum í

  haug af dótaríi.

  En systir blæs til "draslferðar" eins og hún orðar það,

  svo nóg að sinni.

  Góðar stundir og gott er að muna: LEITIÐ OG ÞÉR MUNUÐ FINNACool


mbl.is Tók þátt í leitinni að sjálfri sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Hún hefur fundið sjálfa sig.

Hörður Halldórsson, 26.8.2012 kl. 12:58

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Hehehe ekki seinna vænna Hörður.  Kærar þakkir fyrir innlitið.

Sigríður Sigurðardóttir, 26.8.2012 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband