Sumarspjall og myndir.

  Sumri hallar, kveður lóa...

  orti eitt sinn pápi húsfreyju.

  Verið á fljúgandi fart í allt sumar, húsfreyja.

Sumar júní 2010142

  Frjáls eins og fuglinn og farið víða.

  Veðrið hefur leikið við húsfreyju og hún hefur tapað sér í myndatökum.

Báran að róla af lífsins lyst.

 

Djásnið hefur tromast af lífsgleði og kæti

slag í slag, og átt frábærar stundir með

frændsyskinum og vinum.

Er hér í miklum spreng í rólunni.

Mikið stuð verið á litla liðinu, og það

hefur verið ærslast á trampolíni,

sprangað í klettum, skoðaðir kríuungar,

siglt á vatni, veiddur silungur, buslað í

heitum pottum við sumarbústaði og

skroppið á Akureyri.

  Svo hér koma nokkrar góðar frá sumri, sól og blíðu, spjalli, söng og gleði.

  Hér fyrir neðan er fóstursonur á röltinu með veiðistöng við Vesturhópsvatnið.

Einn á ferð.  Baldur Ingvar.

 

 

 

 

 

 

  Það var ótrúlega hlýtt fyrir norðan og lítið um að regnið væri að

  stríða okkur.

  Ein og ein nótt fram á morgun sem blotaði.

Báran fékk einn!Djásnið veiddi meira segja einn á nýju veiðistöngina sína.

Bóndi fékk engan á stöng þrátt fyrir að reyna mikið.

Veiðileg fegurð.

 

 

 

 

 

 

 

                                                                                             Spegill, spegill....

 

En svo var ýmislegt fleira á seiði.

Gert klárt í úthaldið.  Siggi B.Bóndi að gera klárt fyrir úthaldið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ísak með frændum í pottafjöri.Það þurfti að pottast þótt potturinn tæki 4 sólarhringa

að hitna nægilegaDevil.

Hér eru frændu djásnsins komnir í herlegheitin.

 

 

 

 

Í Nauthólsvík.  Bára. Nauthólsvíkin var vísiteruð, og þar voru menn

í brjáluðu stuði í "strandblaki".....á Íslandi....kommon!

En hér pottast níu ára djásnið í 22 stiga hita í

Nauthólsvíkinni.

Í mat á Bautanum á Akureyri.  Svala og Bára. 

 

 

  Báran og Svalan lentu einnig í

  veislu á Akureyri í bongóblíðu,

  sólarbrækju og hita.  Var boðið

í hádegismat á gamla Bautann.

IMG 0313

 

 

 Eyjarnar voru að sjálfsögðu vísiteraðar í sumar, og þær tóku vel á

 móti húsfreyju að vanda.

 

 

 

 

 

 

Blómadísir.  Bára og Svala.Skvísurnar voru á útopnu í Slakka og 

Tara Dís kom með þeim.

Tara Dís naut sín í Slakka.

 

          Sú stutta fílaði sig í tætlur í rennó!

 

 

 

 

 

 

Sumar júní 2010091Og Gullfoss brosti sínu

blíðasta regnbogabrosi í

júlí.

 

 

 

            Sumar júní 2010089

 

 Húsfreyja og djásn hér við Gullfoss, þeim

 fannst það dásemd að ferðast tvist

 og bast um fallega landið sitt.

 

 

 

Branda í kattarhvíld.

 

 

 

 En kattarrófan var bara skilin eftir ein heima!

 MJAAAAAVVVRRRR!

 

  En góðar stundir og njótið síðsumarsins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband