Að trúa...!

GOD  Húsfreyja trúir..og hefur trúað frá því að hún

  man eftir sér.

  Ekki eins og boðað er í trúarbragðaritum,

  af prestum eða heittrúarmönnum.. og nóg

  var af slíkum einstaklingum í Eyjum bernsku hennar,

  heldur vegna þess að hennar innsti kjarni trúir.

  Erfitt að útskýra.

  Var hvorki sátt við allt það sem prestarnir lögðu út frá,

  eða það sem húsfreyja las í Biblíunni, nema kærleiksboðskap

  Jesú Krists, né heldur fann hún sátt við

  nokkur önnur trúarbrögð, sem hún seinna grúskaði í

  og las.

  Kóraninn til dæmis er eitthvert það mesta

  ekkisens bull sem hún hefur komist í að lesa.

  Tómar endurtekningar, helvítistrú og ójafnaður

  boðaður þar, eftir því sem hún las þar....svona ekta

  "heilaþvottarit"!

  Sama fannst húsfreyju um margt í Gamla Testamenti

  Biblíunnar hér í den, var einna sáttust við Davíðsálma.

  "Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn-guðinn" fílaði hún ekki.

  Búddatrúarrit þvældist húsfreyja í gegnum...alls konar siði og hefðir,

  uppljómanir og hugleiðslur...og var engu nær hinum "gullna meðalvegi".

  En "endurfæðingar" og mörg líf hér á jörðu var reyndar

  furðu skynsamlegt að hennar mati.

  Svo eftir að hafa grúskað og gruflað í ýmsu, og

  fáar niðurstöður fundið í ritum hinna ýmsu

  trúarbragða, ákvað húsfreyja bara að setjast niður

  og spjalla við Guð sjálfanWink.

  "Guð, hvaða RUGL er eiginlega í gangi"?, var ákall húsfreyju.

  "Húsfreyja góð", sagði Guð, föðurlegri en

  lágværri röddu.

  "Ég gjörði þig í minni mynd (eitt af því fáa sem þið hafið náð rétt

  þarna niðri), og ég gaf þér

  skarpa hugsun, þokkalega greind og

   aldeilis gott stálminni", hér brosti Guð og

  blikkaði húsfreyju.

  "Heldur þú góða, að ég hafi ekki ætlast til að þú

  "NOTAÐIR" þessar gjafir mínar.

  Að þú læsir, hugsaðir, samþykktir, hafnaðir og fyndir

  þinn góða sannleika, sem hringdi silfurtærri bjöllu

  í þínu brjósti og þú værir sátt við...aðeins þú".

  Húsfreyja gapti.

  "Já, en Guð, hvað með öll þessu fínu og flottu trúarrit,

   og rosalegu trúarbrögðin sem byggja á þessu dóti"?

  Guð skellti upp úr.

  "Kæra vinkona, þessi trúarrit eru ÖLL skrifuð af YKKUR,

  ekki mér, og mikið hryllilega er ykkur gjarnt að

  misskilja allt, umturna öllu og hreinlega skálda upp

  eitthvað alveg nýtt, sem hefur ekkert með mig og minn

  kærleik að gera...hafið þetta bara eins og ykkur er í hag hverju sinni.

  Ef ég er heppinn, náið þið kannski brotabroti af brotabroti af brotabroti

  af því sem ég vildi koma til ykkar".

  Hér dæsti Guð örlítið mæðulega.

  Húsfreyja reyndi að koma mannkyni sínu til varnar.

  "Já, en við fáum ekki að nota nema 10% af þessum

  fína heila sem þú gafst okkur, Guð.  Það er ekki nema

  von að allt sé í einum graut".

  Guð brosti.

  "En það er einmitt ein af ykkar stóru áskorunum

  eða lexíum ef þú vilt heldur, að læra að hugsa,

  greina, aðskilja, velja og hafna með því litla

  sem þið hafið til þess.  Ef þetta væri allt of létt,

  hefðuð þið ekkert gaman að þessu".

  "Á þá lífið hér á jörðu að vera GAMAN, Guð"

  húsfreyja var rasandi.

  "Ó já, ekki spurning.  Gaman, skemmtilegt,

  kærleiksríkt, ljúft, fallegt, jákvætt og uppbyggjandi".

  Augu húsfreyju voru orðin kringlótt af undrun.

  En Guð hélt áfram.  "Og svo einnig erfitt, leiðinlegt,

  niðurrífandi, ljótt og örvæntingarfullt.

  Allt eftir ykkar eigin þörfun.  Þið viljið öll

  læra eitthvað spennandi, þarft, gott, erfitt eða

  þungbært þegar þið komið til móður jarðar.

  Ykkar er valið, mín er verndin og kærleikurinn".

  Guð þagnaði ábúðarfullur.

  "Viljum VIÐ eiga ömurlegt og leiðinlegt líf"?

  spurði húsfreyja forviða.

  "Elsku 10%-konan mín", svaraði Guð blíðlega,

  "í litrófi mannssálarinnar er þörfin fyrir því að upplifa hið erfiða,

  svo hið kærleiksríka og góða sé metið að verðleikum.

  En hugsaðu nú um þetta, húsfreyja kær, og vertu ekkert

  að velta þér upp úr trúarbrögðum og ritum þeirra..það eru

  hvort eð er bara bækur ritaðar af mönnum.

  Þín trú er ÞÍN, tær sem fjallalind,

  og í hana sækirðu vernd mína, óþrjótandi kærleik og sálarþroska".

  Og meira fékk ekki húsfreyja frá Guði í það skiptiðHalo.

  Var að spjalla við hann rétt fyrir jól, fyrir nokkrum árum,

  og sá Æðsti hefur sjálfsagt haft í nógu að snúast

  við "undirbúning" á afmæli sonarinsTounge.

  Kannski þurft að redda afmælistertuWhistling.

  Húsfreyja vill að lokum taka fram, að hún spjallar

  oft við Guð, og svör hans til hennar eru

  "hennar" upplifun á hugsunum sem birtast

  nánast eins og sms-skilaboð í huga hennarHalo.

  Og húsfreyja vill koma því á framfæri,

  að Guð er myljandi húmoristi og afspyrnu þolinmóður

  ef marka má spjall þeirra, svo hún hvetur aðra

  til að opna "spjallrás" við hann, hafi þeir ekki gert það nú þegar.

  En ykkar er valið.

  Böggar Guð ekki neitt, þó þið viljið ekkert af honum vita.

  Gaf okkur frjálsan vilja, og viljum við ekki ræða málin

  við þann Æðsta, er hann aldeilis sáttur við það.

  Kærleika hans og vernd fáum við án nokkurra skilyrða...

  því trúir húsfreyjaInLove.

  Góðar stundir og gleðilegt Páskaeggjaát!

 


mbl.is Sífellt færri trúa á guð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband